Posts

, , , ,

DOMO BISTRO & GRILL

Það er alltaf skemmtilegt að vita til þess þegar ungt fólk ákveður að elta drauma sína.  Við sáum frétt á mbl.is  16.09.2020, sem bar fyrirsögnina  „Stefndu alltaf á að flytja til Spánar“  en þar er viðtal við Ingu Sörensen og Kristján Bender.  Nú hafa þau opnað matarvagninn DOMO BISTRO & GRILL, á Orihuela Costa svæðinu en það er rétt við Torrevieja.

Við hjá alicante.is höfum ekki enn farið og heimsótt þau, en gerum það örugglega von bráðar.

Hér er staðsetning á vagninum við hvetjum fólk til að renna þar við og fá sér mat hjá þessu unga fólki.

Hér er staðsetning á DOMO vagninum

Hér er slóðin inn á heimasíðu DOMO https://domobistroandgrill.com/ og hér er facebook síða þeirra: https://www.facebook.com/Domobistroandgrill/

Hér má sjá nokkrar myndir frá staðnum. Myndirnar eru af facebook DOMO og birtar með leyfi eigenda.

, ,

Reykt lambakjöt til sölu í Torrevieja.

Í kjötversluninni ONLY MEAT í Torrevieja er farið að selja reyktar lambakjötsrúllur.  Þetta er gert að beiðni Íslendinga, sem sakna þess að fá ekki hangikjöt um jólin.

Við fórum í verslunina og ræddum við starfsmann, sem sagði okkur að þetta reykta lambakjöt væri mikið selt til Íslendinga og hefðu þeir, sem starfsmaðurinn hafði heyrt í, verið mjög ánægðir.

Kjötið er tilbúið, það þarf bara að skera það niður, sjóða kartöflur,búa til uppstúf, finna grænar baunir, sem líkastar ORA baunum, rauðkál og rauðrófur og útbúa epla-og rauðrófusalat.

Við keyptum okkur eina rúllu, eftir að hafa fengið að smakka og var kjötið mjög gott.  Kjötið er frá norður-Spáni.

Verslunin ONLY MEAT er í Calle Josefa Rebollo Rodriguez, 13, 03185 Torrevieja, Alicante

Hér er staðsetningin:

Epla-og rauðrófusalat.

2 rauð epli
2 bollar rauðrófur ( niðursoðnar ) skornar í grófa bita
1 dl majones
1-2 dl sýrður rjómi
smá „dass“ af sykri

Afhýða eplin, kjarnhreinsa og skera í bita.  Skera rauðrófurnar í bita.  Blanda saman sýrða rjómanum og majonesinu, setja eplabitana og rauðrófurnar út í og blanda vel saman, smakka til og strá smá sykri yfir.  Setja í kæliskáp og geyma í 1-2 klst áður en salatið er sett á borðið.  Hræra upp í salatinu þegar það er tekið út úr kæliskápnum.

,

SNITTEN – Íslenskur smurbrauðsstaður í Almoradí, á Costablanca svæðinu.

Það var 4. júlí sl sem Einar Lárus Ragnarsson opnaði smurbrauðsstaðinn Snitten í bænum Almoradí á Costablanca svæðinu á Spáni. Hann var mjög duglegur að birta myndir á facebook af fallegu smurbrauði og að síðustu stóðumst við, hjá alicante.is ekki mátið og ákváðum að fara til hans, því smurbrauð er í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Þegar við komum, þá var hressilega tekið undir „góðan daginn“ en eigandinn sjálfur stóð vaktina. Á snitten er danskt smörrebröd á boðstólnum mjög girnilegt. Við fengum okkar nokkrar sneiðar og smakkaðist brauðið mjög vel. Staðurinn er snyrtilegur bæði að utan sem innan.

Opnunartími á Snitten er 11:00-16:00, miðvikudag til sunnudags.
Staðsetning: Plaza Ciudad de Elche 5, 03160 Almoradí, Alicante

Einar Lárus sagði okkur að hann væri með tvo afhendingarstaði, ef fólk vildi það frekar, það er í danska pylsuvagninum á Sítrónu markaðnum og í veitingahúsinu Sugar í Algorfa.
Heimilisfangi á veitingastaðnum Sugar er Avenida Antonio Pedrera Soler, 03169 Algorfa (Alicante), España 03169 Algorfa, Spain

Það er einnig hægt að panta brauð og fá það sent heim. Gera verður pöntun í gegnum heimasíðu Snitten en slóðin er https://snittenonline.com/
Facebook síðan er https://www.facebook.com/Snittenonlinecom-102766724444913/?ref=page_internal

Einar Lárus kvaðst vera að undirbúa opnun á stað í Torrevieja, þar sem fólk getur komið og sótt sér smurbrauð, sex í pakka en sá staður verður opnaður síðar á árinu.

Við óskum Einari Lárusi til hamingju með staðinn og óskum honum velfarnaðar. Það er öruggt að við munum fara aftur í Almoradí til að fá okkur ekta dansk smörrebröd.

Það skal tekið fram að alicante.is síðan er ekki sponseruð af snitten og fær enga greiðslu fyrir þessa umfjöllun, við erum eingöngu að benda á góðan íslenskan stað, sem okkur líkar við.

Snitten

Hér má sjá staðsetningu á Snitten

Hér má sjá staðsetningu á veitingastaðnum Sugar.

ABBA sýningin Mama Mia! Here we go AGAIN í Torrevieja.

9 ágúst n.k. verður ABBA sýningin Mama Mia! Here we go AGAIN sýnt í tónlistarhöllinni International Auditorium í Torrevieja.

Sala á miðum er hafin og seljast miðar á sýninguna líklega upp fljótlega.

Miðar eru seldir bæði á netinu og eins í menningarmiðstöðinni Centro Cultural Virgen Del Carmen í Torrevieja, heimilisfang er Calle del Mar, 28, Torrevieja.
Aðstandendur sýningarinnar lofa ógleymanlegri sýningu og ættu ABBA aðdáendur ekki að sleppa þessu tækifæri.

Hér er staðsetning tónlistarhallarinnar í Torrevieja

Miðasalan fer fram í Centro Cultural Virgen Del Carmen í Torrevieja

Hér má kaupa miða á netinu: https://auditoriotorrevieja.com/eventos/abba-live/

Vörubæklingar frá stórversluninni Carrefour

Hér eru nokkrir nýjir vörubæklingar frá Carrefour í Torrevieja.

Carrefour, bæklingur fyrir vorvörur 2019
Hér er slóð til að skoða vörubæklinginn.
Carrefour, Torrevieja, matvara
Hér er slóð til að fara inn á bæklinginn
Carrefour, bæklingur
Hér er slóð til að skoða vörubæklinginn
Carrefour Torrevieja, vörubæklingur
Hér er slóð til að skoða vörubæklinginn
Carrefour, torrevieja, bæklingar
Hér er slóð til að skoða vörubæklinginn

Málverkasýning í Torrevieja

Dagana 18. janúar til 10. febrúar 2019 verður haldin málverkasýning í
Centro Cultural Virgen del Carmen sem stendur við Calle del mar í Torrevieja. Frítt er inn á sýninguna.

Torrevieja Tapas leiðin í nóvember 2018

Tapas leiðin í Torrevieja

Tapas í Torrevieja

Tvisvar á ári eru boðið upp á svokallaða Tapas leið eða Ruta de la tapa í Torrevieja en þá bjóða ýmis veitingahús og barir í miðbæ Torrevieja upp á tapas og drykk.  Það verða um 43 veitingahús/barir sem taka þátt þetta árið.

Í ár, verður boðið upp á þessa skemmtun á tímabilinu frá 15-25 nóvember en þó einungis á fimmtudögum til sunnudags, það er 15-18 nóv og 22-25 nóv.  Þetta er frá 12:00 til 16:30 og síðan aftur um kvöldið frá 19:30-23:00.

Þetta gengur þannig  fyrir sig, að fólk fær “vegabréf” og lætur stimpla það, þegar það kaupir tapas og drykk.  Síðan getur fólk kosið um besta tapas réttinn.  Þegar fólk hefur fengið 10 stimpla, þá er hægt að vinna ýmsa vinninga.

Verðið á tapas rétti og drykk er eftirfarandi:

Tapas hússins og drykkur  2.00 evrur

“Gourmet” tapas og drykkur 2,50 evrur.

Þið getið sótt tapas “vegabréfið” í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Torrevieja.

Ruta de la tapa, Torrevieja

Nýr vörubæklingur frá Carrefour í Torrevieja

Nýr vörubæklingur er kominn frá Carrefour í Torrevieja.

Bæklingurinn gildir til 24.10.2018.

Fjöldi tilboða er í bæklingnum.

Carreforu bæklingur,