Posts

, , , ,

DOMO BISTRO & GRILL

Það er alltaf skemmtilegt að vita til þess þegar ungt fólk ákveður að elta drauma sína.  Við sáum frétt á mbl.is  16.09.2020, sem bar fyrirsögnina  „Stefndu alltaf á að flytja til Spánar“  en þar er viðtal við Ingu Sörensen og Kristján Bender.  Nú hafa þau opnað matarvagninn DOMO BISTRO & GRILL, á Orihuela Costa svæðinu en það er rétt við Torrevieja.

Við hjá alicante.is höfum ekki enn farið og heimsótt þau, en gerum það örugglega von bráðar.

Hér er staðsetning á vagninum við hvetjum fólk til að renna þar við og fá sér mat hjá þessu unga fólki.

Hér er staðsetning á DOMO vagninum

Hér er slóðin inn á heimasíðu DOMO https://domobistroandgrill.com/ og hér er facebook síða þeirra: https://www.facebook.com/Domobistroandgrill/

Hér má sjá nokkrar myndir frá staðnum. Myndirnar eru af facebook DOMO og birtar með leyfi eigenda.

Akstur í hringtorgum á Spáni.

Akstur í hringtorgum á Spáni

Umferðarreglur á Spáni – hringtorg
• Eins og margir ferðamenn og húseigendur á Spáni hafa komist að, þá mun ytri hringur eiga forgang í hringtorgum. Er það öfugt miðað við íslensk umferðarlög, þar sem innri hringurinn á forgang.

• Það er þó mál manna á Spáni að fæstir ökumenn virðist vita hvernig á að haga sér í hringtorgi þrátt fyrir hina almennu vitneskju um forgang þeirra, sem eru í ytri hring. Sú skoðun kemur a.m.k. fram í pistli á Facebook umferðarstofunnar á Spáni. Þar kemur nokkuð vel fram hvernig ber að haga akstri í hringtorgum á sem öruggasta hátt. Á myndinni eru sýndar helstu aðstæður og merkt er við með „BIEN“ þar sem vel er gert og með „MAL“ þar sem miður fer. Að auki eru á myndinni sýnd tvenns konar dæmi um óæskilega hegðun í hringtorgi. Fyrra dæmið eru bílar á innri akrein að keyra í veg fyrir bíla á ytri akrein og rakleitt af innri hringnum og út úr hringtorginu (rauðir bílar á rauðum línum). Þetta er hins vegar er viðurkenndur akstursmáti samkvæmt íslenskum umferðarlögum. Síðara
dæmið telst óæskilegt, hvort heldur er á Spáni eða á Íslandi. Þar er bíll sýndur keyra því sem næst í beinni línu í gegnum hringtorgið (gulur bíll á gulri línu.

Eftirfarandi leiðbeiningarnar eru lauslega þýddar úr spænsku af vef spænsku
umferðastofunnar.
– Sé ætlunin að fara út úr hringtorgi á fyrstu útkeyrslu skal aka inn í hringtorgið á hægri akrein og inn á ytri hring, gefa stefnuljós í tíma og beygja út úr hringtorginu á hægri akrein útkeyrslunnar. Þetta ætti að vera augljóst fyrir hvern og einn og þarf tæplega að leiðbeina um það sérstaklega (sjá bláa bílinn og bláu línuna efst hægra megin á myndinni).
– Sé ætlunin að fara út úr hringtorgi á annarri útkeyrslu, skal bera sig að á sama hátt og þegar ætlunin er að fara út úr hringtorginu í fyrstu út-
keyrslu, þ.e. halda sig hægra megin og í ytri hring. Gefa skal stefnuljós um leið og komið er fram hjá fyrstu útkeyrslu (blár bíll og blá lína vinstra megin á myndinni).
– Sé ætlunin að fara út úr hringtorgi á þriðju útkeyrslu, skal hins vegar aka inn í hringtorgið á vinstri akrein og halda sig í innri hring. Gefa skal stefnuljós og skipta um akrein inni í hringtorginu, þ.e. færa sig yfir í ytri hring (ef aðstæður leyfa) þegar keyrt hefur verið fram hjá útkeyrslunni þar á undan og beygja út úr hringtorginu á hægri akrein útkeyrslunnar (grænn bíll á grænni línu). TAKA SKAL AUKAHRING ef aðstæður krefja, en ALLS EKKI staðnæmast í hringtorgi til að bíða eftir að umferð á ytri hring fari hjá eða til að ákveða hvaða útkeyrslu skuli velja.

Til fróðleiks er að auki bætt hér við slóðum inn á myndskeið á vef umferðarstofu Spánar, sem sýna hvernig æskilegt er að haga akstri í hringtorgum og líka hvað ber að varast að gera.

Smellið á myndina til að sjá myndskeiðið
Smellið á myndina til að sjá myndskeiðið

Hér fyrir neðan má svo sjá myndskeið, sem sýnir hvernig réttur akstursmáti gengur fyrir sig og hvernig hringtorg lýtur sömu reglum og venjulegur þjóðvegur/hraðbraut. Þegar rétt er úr hringtorginu sést greinilega hversu rökrétt er að skipta yfir á hægri akrein áður en beygt er út af til hægri í stað þess að sveigja beint af vinstri akrein til að taka beygjuna til hægri

Smellið á myndina til að sjá myndskeiðið

Heimild: http://orlofshus.com/

Fengum heimild frá Sveini Arnari eigandi vefsíðunnar www.orlofshus.com en þar má finna ýmsar upplýsingar um Spán, leigu á íbúðum og fleira.

Nýr vörubæklingur frá Carrefour í Torrevieja

Nýr vörubæklingur er kominn frá Carrefour í Torrevieja.

Bæklingurinn gildir til 24.10.2018.

Fjöldi tilboða er í bæklingnum.

Carreforu bæklingur,