SNITTEN – Íslenskur smurbrauðsstaður í Almoradí, á Costablanca svæðinu.
Það var 4. júlí sl sem Einar Lárus Ragnarsson opnaði smurbrauðsstaðinn Snitten í bænum Almoradí á Costablanca svæðinu á Spáni. Hann var mjög duglegur að birta myndir á facebook af fallegu smurbrauði og að síðustu stóðumst við, hjá alicante.is ekki mátið og ákváðum að fara til hans, því smurbrauð er í miklu uppáhaldi hjá okkur.
Þegar við komum, þá var hressilega tekið undir „góðan daginn“ en eigandinn sjálfur stóð vaktina. Á snitten er danskt smörrebröd á boðstólnum mjög girnilegt. Við fengum okkar nokkrar sneiðar og smakkaðist brauðið mjög vel. Staðurinn er snyrtilegur bæði að utan sem innan.
Opnunartími á Snitten er 11:00-16:00, miðvikudag til sunnudags.
Staðsetning: Plaza Ciudad de Elche 5, 03160 Almoradí, Alicante
Einar Lárus sagði okkur að hann væri með tvo afhendingarstaði, ef fólk vildi það frekar, það er í danska pylsuvagninum á Sítrónu markaðnum og í veitingahúsinu Sugar í Algorfa.
Heimilisfangi á veitingastaðnum Sugar er Avenida Antonio Pedrera Soler, 03169 Algorfa (Alicante), España 03169 Algorfa, Spain
Það er einnig hægt að panta brauð og fá það sent heim. Gera verður pöntun í gegnum heimasíðu Snitten en slóðin er https://snittenonline.com/
Facebook síðan er https://www.facebook.com/Snittenonlinecom-102766724444913/?ref=page_internal
Einar Lárus kvaðst vera að undirbúa opnun á stað í Torrevieja, þar sem fólk getur komið og sótt sér smurbrauð, sex í pakka en sá staður verður opnaður síðar á árinu.
Við óskum Einari Lárusi til hamingju með staðinn og óskum honum velfarnaðar. Það er öruggt að við munum fara aftur í Almoradí til að fá okkur ekta dansk smörrebröd.
Það skal tekið fram að alicante.is síðan er ekki sponseruð af snitten og fær enga greiðslu fyrir þessa umfjöllun, við erum eingöngu að benda á góðan íslenskan stað, sem okkur líkar við.
Hér má sjá staðsetningu á Snitten
Hér má sjá staðsetningu á veitingastaðnum Sugar.