Posts

, ,

Reykt lambakjöt til sölu í Torrevieja.

Í kjötversluninni ONLY MEAT í Torrevieja er farið að selja reyktar lambakjötsrúllur.  Þetta er gert að beiðni Íslendinga, sem sakna þess að fá ekki hangikjöt um jólin.

Við fórum í verslunina og ræddum við starfsmann, sem sagði okkur að þetta reykta lambakjöt væri mikið selt til Íslendinga og hefðu þeir, sem starfsmaðurinn hafði heyrt í, verið mjög ánægðir.

Kjötið er tilbúið, það þarf bara að skera það niður, sjóða kartöflur,búa til uppstúf, finna grænar baunir, sem líkastar ORA baunum, rauðkál og rauðrófur og útbúa epla-og rauðrófusalat.

Við keyptum okkur eina rúllu, eftir að hafa fengið að smakka og var kjötið mjög gott.  Kjötið er frá norður-Spáni.

Verslunin ONLY MEAT er í Calle Josefa Rebollo Rodriguez, 13, 03185 Torrevieja, Alicante

Hér er staðsetningin:

Epla-og rauðrófusalat.

2 rauð epli
2 bollar rauðrófur ( niðursoðnar ) skornar í grófa bita
1 dl majones
1-2 dl sýrður rjómi
smá „dass“ af sykri

Afhýða eplin, kjarnhreinsa og skera í bita.  Skera rauðrófurnar í bita.  Blanda saman sýrða rjómanum og majonesinu, setja eplabitana og rauðrófurnar út í og blanda vel saman, smakka til og strá smá sykri yfir.  Setja í kæliskáp og geyma í 1-2 klst áður en salatið er sett á borðið.  Hræra upp í salatinu þegar það er tekið út úr kæliskápnum.