Tabarca eyjan

Tabarca eyjan.
Undan strönd Costa Blanca, um 3 sjómílur utan við Santa Pola, er lítil eyja sem heitir Tabarca eyjan. Hún er um 1.750 metrar á lengd og um 300-500 metrar á breidd þar sem hún er breiðust. Eyjan heitir Tabarca eða „nýja Tabarca“ því eyja með sama nafni er undan strönd Túnis. Í kringum 1768 komu sjóræningjar frá Túnis og tóku yfir Tabarca eyjuna sem þá hét Isla plana eða flata eyjan. Sjóræningjarnir byggðu sér virki á eyjunni og stunduðu sjórán þaðan. Það er mjög gaman að fara út í eyjuna. Það fer bátur frá Torrevieja snemma að morgni og til baka seinni part dags, einnig fara bátar frá Santa Pola og Alicante. Í sumum bátunum er hægt að fylgjast með fjölskrúðugu sjávarlífinu í gegnum glugga á botni bátanna.

Eyjan er tvískipt, í austur hlutanum er þorpið með þröngum götum litríkum skreyttum húsum, lystagallerýum , börum, veitingahúsum og kirkju. Á vestur hlutanum er náttúran óspillt með troðnum göguslóðum kringum eyjuna. Þar er varðturn sem byggður var 1789 og notaður til að fylgjast með ferðum sjóræningja en á 19. öld notaður sem fangelsi, viti, kirkjugarður og kapella.

Á eyjunni er fjölskrúðugt fuglalíf.
Ofan við höfnina eru veitingahús, kaffihús og safn, sem segir sögu eyjunnar.
Baðströnd er góð og hægt er að leigja sér sólbekki
Ef fólk vill dvelja í eyjunni yfir nótt, þá eru gististaðir þarna.
Í lok 19 aldar voru íbúar eyjunnar í kringum 1.000 þá aðallega fólk sem tengdist fiskveiðum.
Í dag eru skráðir íbúar í kringum 50 talsins.
Sjón er sögu ríkari.

Ferðin frá Torrevieja tekur um 50 mínútur og er farið frá höfninni í Torrevieja klukkan 11 að morgni 6 daga vikunnar og komið til baka klukkan 18:00.  Báturinn til Torrevieja fer frá eyjunni um 17:00 og um að gera að fylgjast með, þegar röðin fer að myndast á bryggjunni og fara þá í röðina, til að missa ekki af bátnum.  Passa þarf upp á miðann sem maður fær við brottför í Torrevieja, því það þarf að framvísa honum við brottför úr eyjunni.

Hafðu samband!

Ef þig vantar einhverjar upplýsingar um Costa blanca svæði, sendu okkur þá fyrirspurn eða skilaboð og við reynum að finna út úr því sem þú ert að leita að.