Fánar á baðströndum
Á flestum ströndum er ákveðnar öryggisreglur. Þegar rauður fáni er við hún má alls ekki synda í sjónum, með gulan fána skal sýna varúð en grænn fáni sýnir að óhætt sé að fara og synda.
Á flestum ströndum er ákveðnar öryggisreglur. Þegar rauður fáni er við hún má alls ekki synda í sjónum, með gulan fána skal sýna varúð en grænn fáni sýnir að óhætt sé að fara og synda.
Fara þarf varlega í sóböðin, sérstaklega fyrstu dagana, meðan húðin er að venjast sólinni. Notið sterka sólvörn í byrjun og munið að huga sérstaklega að börnunum. Munið að drekka mikið vatn. Gott er að bera Aloa vera áburð/gel eða hreina jógúrt á sólbruna.
Costa Blanca strandlengjan er um 200 km á lengd, talað er um að hún nái frá Denia í norðri til Cartagena í suðri.
Þarna er fjöldinn allur af góður ströndum, hvítum sandströndum, klettóttum ströndum, litlum víkum og vogum.
Á stóru ströndumum eru yfirleitt öryggisverðir sem fylgjast með mannlífinu og reyna að g
rípa inn í, ef þeir sjá einhvern lenda í vandræðum í sjónum. Það er um að gera að fylgja þeirra fyrirmælum og fylgjast með hvaða fáni er við ströndina, grænn, gulur eða rauður.
Við Calpe eru góðar strendur, má þar nefna Playa del Arenal,
við Altea eru góðar strendur en ef farið er þangað, þá mælum við með því að fara upp að kirkjunni í Altea og skoða göturnar þar í kring. Þetta eru þröngar götur, með ýmsum verslunum, listamannabúðum og antikverslunum. Á torginu í kringum kirkjuna eru listamenn með markað síðdegis á daginn.
Við Albir er ströndin Play del Albir.
Næst er Benidorm er þar eru tvær góðar strendur Playa de Levante og Playa de Poniente.
Þegar við höldum áfram suður eftir ströndinni, þá koma ýmsir bæjir, þar sem eru góðar strendur eins og t.d. Villajoyosa og fleiri. Í Villajoyosa er gaman að skoða Valor súkkulaðisafnið.
Við Alicante ert stórar sandstendur, má þar nefna Playa de San Juan, Playa del Postiguet og fleiri.
Ef strandlengjan er farin frá Alicante til Santa Pola, þá er þar fjöldi baðstranda, sem gaman er að heimsækja, það er líka mjög gaman að aka þessa leið.
Í Santa Pola bænum sjálfum eru góðar strendur.
Strandlengja frá Santa Pola að Guardamar de Segura er í rauninni ein sandstönd.
Síðan kemur La Mata ströndin sem er mjög góð.
Í Torrevieja eru nokkrar góðar strendur, Playa de los locos, Playa del Cura og svo taka við nokkrar litlar strendur í miðbænum. Næst er Playa del Acequion og svo Playa Naufragos.
Sunnan við Torrevieja eru margar góðar strendur, Punta Prima, La Zenia, Capo Roig.
Í San Pedro del Pinatar eru góðar strendur. Þangað sækir fólk til að maka á sig leir en það er talið hafa góð áhrif á ýmsa húðsjúkdóma.
Við La Manga eru góðar strendur og einnig við Cartagena. Mjög margt er að skoða í Cartagena borg, ýmsar minjar frá tímum Rómverja og ýmislegt annað.