Tax free
Þegar verið er að versla, fatnað, skó og fleira er gott að biðja um TAXFREE nótu, því þetta getur orðið ágætist upp, ef mikið er verslað. Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að varðandi taxfree.
Í Murcia eru nokkrar stórar verslunarmiðstöðar í nágrenni við IKEA. Má þar nefna Nueva Condomina, La Noria outlet, Thader verslunarmiðstöðin og fleiri.
Auk þessara verslunarmiðstöðva er líka fjöldi annarra verslana víða um borgina.
Þegar verið er að versla, fatnað, skó og fleira er gott að biðja um TAXFREE nótu, því þetta getur orðið ágætist upp, ef mikið er verslað. Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að varðandi taxfree.
Þegar greitt er með greiðslukortum, er um að gera að fara varlega, passa upp á kortið og pinnúmerið. Ekki geyma pinnúmerið á blaði í sama veski og þið geymið greiðslukortið, ef vasaþjófar næðu veskinu af ykkur. Einnig að passa að vera ekki með öll greiðslukortin í sama veskinu.
Það er mjög góð regla að setja kassastrimilinn í innkaupapokann, þegar verslað er í stórverslunum, t.d. fataverslunum, því ef afgreiðslustúlkan gleymir einhverra hluta vegna að taka þjófavörnina af og þjófavarnarkerfið fer í gang, þegar farið er út úr versluninni, þá er gott að geta framvísað kassastrimlinum.
Þegar ökutæki er skilið eftir, hvort sem er í bílastæðishúsi stórmarkaða eða úti á götu, passa þá upp á að hafa ekki nein verðmæti sýnilegt, setja alla innkaupapoka, tölvur, leiðsögutæki og önnur verðmæti í farangursrými ökutækis, þannig að það sjáist ekki inn um glugga.
Í verslunarmiðstöðinni Nueva Condomina eru nærri 150 verslanir. Þarna eru tískuverslanir, snyrtivöruverslanir, skóverslandir, verslanir með tæknibúnað og fleira, fjöldi þekktra vörumerkja eins og Primark, Springfield, Stradivarius, Benetton og fjöldi annarra vörumerkja.
Hér er tengill á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar.
Thader verslunarmiðstöðin er rétt ofan við IKEA. Þetta er stór miðstöð með fjölda verslana.
La Noria er byggt upp eins og lítið þorp, þar sem er fjöldi þekktra verslana með vörur á “outlet” verði. Má þar nefna NIKE, Desigual, Levi´s, Mustang og margar fleiri verslanir.
Hér er slóð inn á heimasíðu La Noria.
Í þessari verslunarmiðstöð er fjöldi þekktra verslana eins og í öðrum miðstöðvum á svæðinu en hver og ein verslunarmiðstöð hefur þó sinn sjarma og um að gera að skoða, því við höfum oft rekið okkur á það, að það er ekki sama vöruúrval á milli verslunamiðstöðva. Hér er slóð inn á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar.
El Corte Ingles verslunarkeðjan er í Murcia eins og svo víða. Þetta eru yfirleitt stórar verslunarmiðstöðvar með vandaðri vöru.
Hér er slóð inn á heimasíðu verslunarinnar.