Á Costa Blanca svæðinu er mikið úrval af matvöruverslunum, allt frá kaupmanninum á horninu og upp í stórverslanir eins og Carrefour, Consum, Mercadona og fleiri.

Carrefour er stór og mikil matvöruverslunar keðja, sem er með verslanir víða um Costa Blanca svæðið. Þessar verslanir bjóða ekki aðeins upp á matvöru, heldur líka fatnað, raftæki, garðvörur, sólbekki og fleira. Mjög oft eru góð tilboð í þessum verslunum.

Consum er verslunarkeðja með góðar vörur og góða þjónustu. Þar er mikið úrval af matvöru, kjöt og fiskborð, góð osta-og áleggsborð, auk þess að þar er mikið úrval af ávöxtum og grænmeti.

Aldi er verslunarkeðja sem er á ýmsum stöðum á Costa Blanca svæðinu. Yfirleitt er gott verð í Aldi verslunum, góð tilboð á ýmsum vörum. Þarna má fá matvörur, fatnað, lítil heimilistæki og fleira á góðu verði.

Lidl er þýsk verslunarkeðja, svipar til Bónus á Íslandi, þarna má fá ágætis úrval af pakkavöru, niðursuðu- og frystivörum. Yfirleitt er mjög gott verð á vörum í Lidl.

Mercadona er góð verslun með mikið úrval af ferskri matvöru. Mikið úrval af áleggi og ostum auk ávaxta og grænmetis.

Það eru fleiri verslunarkeðjur á Costa Blanca svæðinu eins og Spar, DIA, MasYmas auk ýmissa lítilla verslana sem eru víða. Það má einnig nefna 24 tíma verslanir sem eru opnar allan sólarhringinn.