Kaffidrykkir
Kaffidrykkir.
Þegar við komum til Spánar, förum á veitinga-eða kaffihús, sjáum við allskyns nöfn á kaffi og vitum kannski ekki hvað er hvað, viljum bara okkar kaffi, þá er gott að kunna aðeins á kaffiheitin og vita hvað er hvað.
Café solo – sterkt expresso kaffi
Cafá cortado – Expresso kaffi með örlítilli mjólk
Café con leche – Expressokaffi með mikilli mjólk
Café americano – Líkast okkar upp á hellta kaffi
Carajillo – Expressokaffi með brandy eða Baileys út í
Bon Bon / Leche y leche – Expressokaffi með niðursoðinni mjólk
Barraquido – Expressokaffi með niðursoðinni mjólk ásamt líkjör 43
Síðan er auðvitað líka hægt að fá sér Cappuccino eða Maccihato. Maður sér marga Spánverja fá sér ískaffi, þá kemur þjónninn með glas með ísmolum og fólk hellir kaffinu yfir í glasið.