Markaðir á Costa blanca svæðinu.
Þegar þú kemur á Costa blanca svæði, þá hvetjum við þig til að kíkja á markaði en víða á svæðinu, í bæjum og þorpum eru haldnir mjög skemmtilegir markaðir oft í viku.
Á þessum mörkuðum er verið að selja ávexti og grænmeti beint frá býli, matvörur, krydd, fatnað, skó, búsáhöld, töskur, skartgripi, gluggatjöld og margt margt fleira.
Það sem kemur oft á óvart er hvað ávextirnir og grænmetið er ferskt. Yfirleitt er ekki hægt að prútta um verðið á ávöxtum og grænmeti en það er hægt að prútta um ýmislegt annað og um að gera að prófa.
Það er löng hefð fyrir götumörkuðum, þeir byrjuðu á miðöldum og stundum eru haldnir sérstakir miðaldramarkaðir, þar sem afgreiðslufólkið klæðir sig um í miðaldabúning og ýmis skemmtiatriði eru í boði.
Víða á mörkuðunum er boðið upp á ýmsar matvöru, t.d. grillaða kjúklinga til að taka með heim, yfirleitt algjört sælgæti, fá sósuna/soðið með. Þarna er líka boðið upp á grilluð rif, kartöflur og fleira.
Yfirleitt eru ostaborð með miklu úrvali osta og er gaman að smakka þá og fá sér svo bita, af nokktum tegundum, vínber og annað sem fylgir og eiga heima um kvöldið til að gæða sér á.
Á mörkuðunum eru seldar gardínur og er hægt að koma með mál á gluggum, velja sér efnið, semja við saumakonuna og koma síðan á markaðinn vikuna eftir og ná í vöruna. Við höfum reynt þessa þjónustu á föstudagsmarkaðnum í Torrevieja og fengið góða þjónustu og verið mjög ánægð með verð og gæði.
Það er um að gera að gefa sér góðan tíma, að þræða á milli sölubása, skoða og prútta, setjast niður og sá sér hressingu og halda svo áfram.
Á mörkuðum verður fólk að vera á varðbergi, því það geta verið vasaþjófar, passa upp á að töskur séu ekki opnar eða veski í rassvasa. Fólk verður líka á passa sig á „kartöflukörlunum“ en það er hópur fólks sem tekur sér stöðu, yfirleitt á krossgötum á mörkuðum, þannig að það sjái ef lögreglan kemur og geti verið fljótt að láta sig hverfa. Það setur upp kassa, einn maður er þar mað þrjár til fjórar kartöflur sem búið er að hola að innan, einni þeirra er hvolft yfir litla kúlu og svo hreyfir stjórnandinn kartöflurnar hratt fram og aftur um borðið og fólk veðjar á hvar kúlan er. Stjórnandinn er yfirleitt með aðstoðarfólk sem er með mikil læti veðjar og veðjar og það er svo skrýtið að það vinnur yfirleitt. Saklausir ferðamenn horfa á og sumir freistast til að veðja, fyrst lítilli upphæð og viðkomandi vinnur en þá fer upphæðin að hækka og allt í einu þá eru ferðamaðurinn hættur að vinna og getur tapað dágóðri upphæð. Í kringum þessa karla, þarf oft að vera á sérstöku varðbergi gagnvart vasaþjófum, því það eru margir í hópnum og hver um sig hefur sitt hlutverk.
Hér er listi yfir markaði á Costa Blanca svæðinu.
Sunnudagur
Albatera ( La Granadina markaðurinn)
Algorfa (Zoco markaðurinn)
Elche
San Fulgencio(Marina-Oasis)
Sítrónumarkaðurinn – Campo de Guardamar(Campico)
Guardamar flóamarkaður.
La Murada
Benidorm
La Nucia
Teulada
Mánudagur
Elx/Elche
Orihuela
Santa Pola
Callosa d´en Sarrià
Denia
Elda
Ibi
La Nucia
Parcent
Petrer
Þriðjudagur
Benijofar
Orihuela
Altea
Elda .
Miðvikudagur
Callosa del Segura
Guardamar del Segura
La Mata
San Miguel de Salinas
Alcoi/Alcoy
Benidorm
El Campello
Mutxamiel
Novelda
Ondara
Petrer
Sax
Teulada
Fimmtudagur
San Fulgencio
Rojales
Jávea
Pego
Villajoyosa
Föstudagur
Crevellente
Dolores
Los Montesinos
Orihuela
Pilar de la Horadada
Torrevieja
Alfas del Pi
Denia .
Moraira
Laugardagur
Almoradí
Elx/Elche
Playa Flamenca
Santa Pola
Alcoi/Alcoy
Benissa
Calpe
Ondara
Pedreguer
Sax