Costa blanca svæðið.
Oft er talað um norður og suður svæðið á Costa blanca svæðinu.
Costa blanca svæðið er oft miðað við að það nái frá Valencia í norðri að La Manga skaganum í suðri. Costa blanca eða „hvíta ströndin“ er um 200 km að lengd meðfram Miðjarðarhafinu.
Strandlengjan er í Valencia sýslu en meginland Spánar skiptist í 17 sjálfsstjórnarhéruð og tvær sjálfsstjórnarborgir, Ceuta og Melilla á norðurströnd Afríku.
Sjálfsstjórnarhéruðin er:
Andalúsina, Aragón, Astúrías, Baleareyjar, Baskaland, Extremadúra, Galisía, Kanaríeyjar, Kantabría, Kastilía-La Mancha, Kastilía og León, Katalónía, Madrid, Murcia, Navarra, La Rooja, Valencia.
Valencíasýslan skiptist í 3 héruð, Castellon í norðri, þá Valencia og síðan Alicante í suðri.
Norður svæðið.
Svæði afmarkast frá Valencia í norðri og Alicante í suðri. Þessar stærstu borgir á svæðinu tengjast hvor annarri með hraðbrautinni A-7 sem í raun nær alveg frá landamærum Frakklands í norðri að syðsta odda Spánar í suðri. Einnig er hægt að fara eftir N-332 veginum en þá er farið í gegnum ýmsar borgir og bæi. Mjög gaman er að aka þessa leið.
Helstu borgir og bæir á norður svæðinu er:
Valencia, Denia, Jávea, Calpe, Altea, Benidorm, Albír, Alcoy, Villajoyosa, Alicante.
Suður svæðið
Oft er talað um að suðursvæði Costa blanca afmarkist af Alicante í norðri og Murcia eða La Manga í suðri.
Mjög margir Íslendingar eru búsettir á þessu svæði, ýmist í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði.
Landssvæðið á suður svæðinu er láglendara en norður svæðið.
Svæðið er m.a. þekkt fyrir saltvötnin.
Mikill uppbygging var á þessu svæði á árunum 2000-2005 og fjöldi íbúða byggður á svæðinu. Mjög margir Íslendingar keyptu sér íbúð eða hús á þessum árum, m.a. í Torrevieja og nágrenni.
Á svæðinu má finna allt frá dæmigerðurm spænskum smáþorpum upp í nútíma borgir. Fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja, verslana og veitingahúsa eru á þessu svæði eins og víðar á Spáni.
IKEA verslunina er rétt við borgina Murcia.
Borgir og bæir sem gaman er að heimsækja og skoða:
Alicante, Novelda, Elche, Santa Pola, La Marina, San Miguel de Salinas, Orihuela, Torrevieja,San Petro, Murcia, Cartagena.