Laugardaginn 1. október 2022 verður Októberfest hjá kjötbúðinni RIOS í Torrevieja. Hátíðin hefst kl. 11:00 og stendur til 18:00.
Boðið er uppá ýmsar þýskar vörur, paella og bjór.

Hér má sjá staðsetningu á hátíðinni.
Laugardaginn 1. október 2022 verður Októberfest hjá kjötbúðinni RIOS í Torrevieja. Hátíðin hefst kl. 11:00 og stendur til 18:00.
Boðið er uppá ýmsar þýskar vörur, paella og bjór.
Hér má sjá staðsetningu á hátíðinni.
Í kjötversluninni ONLY MEAT í Torrevieja er farið að selja reyktar lambakjötsrúllur. Þetta er gert að beiðni Íslendinga, sem sakna þess að fá ekki hangikjöt um jólin.
Við fórum í verslunina og ræddum við starfsmann, sem sagði okkur að þetta reykta lambakjöt væri mikið selt til Íslendinga og hefðu þeir, sem starfsmaðurinn hafði heyrt í, verið mjög ánægðir.
Kjötið er tilbúið, það þarf bara að skera það niður, sjóða kartöflur,búa til uppstúf, finna grænar baunir, sem líkastar ORA baunum, rauðkál og rauðrófur og útbúa epla-og rauðrófusalat.
Við keyptum okkur eina rúllu, eftir að hafa fengið að smakka og var kjötið mjög gott. Kjötið er frá norður-Spáni.
Verslunin ONLY MEAT er í Calle Josefa Rebollo Rodriguez, 13, 03185 Torrevieja, Alicante
Hér er staðsetningin:
Epla-og rauðrófusalat.
2 rauð epli
2 bollar rauðrófur ( niðursoðnar ) skornar í grófa bita
1 dl majones
1-2 dl sýrður rjómi
smá „dass“ af sykri
Afhýða eplin, kjarnhreinsa og skera í bita. Skera rauðrófurnar í bita. Blanda saman sýrða rjómanum og majonesinu, setja eplabitana og rauðrófurnar út í og blanda vel saman, smakka til og strá smá sykri yfir. Setja í kæliskáp og geyma í 1-2 klst áður en salatið er sett á borðið. Hræra upp í salatinu þegar það er tekið út úr kæliskápnum.
Jólagjafir í Carrefour.
Þessi bæklingur var að koma frá stórversluninni í Carrefour. Hér eru jólagjafir á góðu verði. Þessi bæklingur gildir frá 15 til 18 nóvember.
Dagana 23 til 25 nóvember 2018 verður “svartur föstudagur” í verslunarmiðstöðinni Habaneras í Torrevieja.
Það verður allt að 70% afsláttur í verslunum Habaneras. Ýmsar skemmtanir verða í verslunarmiðstöðinni í tilefni daganna.
Nýr vörubæklingur er kominn frá Carrefour í Torrevieja.
Bæklingurinn gildir til 24.10.2018.
Fjöldi tilboða er í bæklingnum.