, , , ,

Októberfest hjá kjötbúðinni RIOS í Torrevieja.

Laugardaginn 1. október 2022 verður Októberfest hjá kjötbúðinni RIOS í Torrevieja. Hátíðin hefst kl. 11:00 og stendur til 18:00.

Boðið er uppá ýmsar þýskar vörur, paella og bjór.

Hér má sjá staðsetningu á hátíðinni.

Bonnie Tyler með tónleika í Torrevieja.

Söngkonan Bonnie Tyler verður með tónleika í Torrevieja 11 júlí n.k.  Tónleikarnir verða á markaðssvæðinu í Torrevieja, rétt við Aquapolis.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð sem Bonnie er að fara en hún heimsækir  ýmsar borgir og lönd á ferð sinni.

Tónleikarnir hefjast 19:30 með því að hljómsveitin Cuervos byrjar að spila auk söngkonunnar EveB. 

Bonnie Tyler er oft kölluð fyrsta rock söngkonan og á fjölda góðra laga eins og It´s a Heartache, Holding out for a Hero og Total eclipse of the heart.

Hér er hægt að nálgast miða.

Hér eru myndbönd með nokkrum þekktum lögum Bonnie Tyler.

It´s a Heartache

Holding out for a Hero

Total eclipse of the heart

Karnival ganga og skemmtun í miðbæ Torrevieja.

Föstudaginn 16. ágúst 2019 verður karnival skemmtun/ganga í miðbæ Torrevieja. Gangan hefst klukkan 20:30 og leggur af stað frá menningarmiðstöðinni Centro Cultural Virgen del Carmen, Calle del Mar og gengið verður að Plaza Miguel Hernández.

Carnaval de Verano Torrevieja 2019

Hér er kort með staðsetninu á Centro Cultural Virgen del Carmen

Hér er kort yfir staðsetningu á Plaza Miguel Hernández

ABBA sýningin Mama Mia! Here we go AGAIN í Torrevieja.

9 ágúst n.k. verður ABBA sýningin Mama Mia! Here we go AGAIN sýnt í tónlistarhöllinni International Auditorium í Torrevieja.

Sala á miðum er hafin og seljast miðar á sýninguna líklega upp fljótlega.

Miðar eru seldir bæði á netinu og eins í menningarmiðstöðinni Centro Cultural Virgen Del Carmen í Torrevieja, heimilisfang er Calle del Mar, 28, Torrevieja.
Aðstandendur sýningarinnar lofa ógleymanlegri sýningu og ættu ABBA aðdáendur ekki að sleppa þessu tækifæri.

Hér er staðsetning tónlistarhallarinnar í Torrevieja

Miðasalan fer fram í Centro Cultural Virgen Del Carmen í Torrevieja

Hér má kaupa miða á netinu: https://auditoriotorrevieja.com/eventos/abba-live/

Rock Against Cancer – Torrevieja

Tónleikar í Torrevieja.

15. og 16. júní 2019 verða tónleikar í Torrevieja. Þeir eru kallaðir Rock Against Cancer. Allur ágóði rennur til baráttunnar gegn krabbameini. Tónleikarnir verða í Eras de la sal. Tónleikarnir byrja báða dagana 16:30 og aðgangseyrir eru 10.00 evrur fyrir annan daginn en ef keyptir eru miðar fyrir báða dagana kostar það 18:00 evrur.

Miðasala fer fram í Monroe´s Rock Cafe – Calle Apolo, 12, Torrevieja.

Dagskrá 15 júní, dyrnar eru opnaðar 16:30 en tónleikarnir hefjast 17:00

CHILL ADDICTS BAND – Frá Spáni
Spila frá 17.00 til 18.00
https://www.facebook.com/chilladdicts/

LUDE BAND – Frá Spáni
Spila frá18.00 til 19.30
https://www.facebook.com/LudeBand/

KNIBAL – Frá Spáni
Spila frá 19.30 til 20.30
https://www.facebook.com/KNIBAL-213638792150151/

ALMOST ACDC – Frá Danmörku
Spila frá 22.15 til 23.45
https://www.facebook.com/AlmostACDC/

THE SEVENTH BEAST – Frá Spáni
Spila frá 00.00 til 01.30.
https://www.facebook.com/theseventhbeast/

Sunnudagur 16. júní 2019
Dyrnar opnaðar 16:30 en tónleikarnir byrja 17:00

HOGGORM SAFARI – Frá Noregi
Spila frá 17.00 til 18.00.
https://www.facebook.com/hoggormsafari/

THE HELL HATES – Frá Spáni
Spila frá 18.15 til 19.00.
https://m.facebook.com/Hellhates/?_rdr

RIVER CROW BAND – Frá Spáni
Spila frá 19.30 til 20.30.
https://www.facebook.com/RiverCrowBand/

RICKY DIAMOND – Frá Spáni
Spila frá 22.15 til 23.15.
https://www.facebook.com/Ricky-Diamond-988897817846988/

MOMO – Frá Spáni
Spila frá 23.30 til 01.30.
https://www.facebook.com/momocortes/

Sýning á skipamódelum í Torrevieja.

Dagana 13-27 apríl 2019 verður sýning á skipamódelum í þjóðagarðinum eða Evrópugarðinum eins og margir kalla garðinn í Torrevieja.

Frítt er inn á sýninguna en laugardaginn 20 apríl verður sýning á fjarstýrðum skipamódelum.

Spánarkvöld með Siggu og Grétari.

 

Sunnudaginn 14. 0któber n.k. verða Sigga Beinteins og Grétar Örvars á Sunrise Playa Flamenca veitingastaðnum.

Húsið opnar 20:00 og stendur skemmtunin og ballið  til 01:00.

Allir þekkja Siggu og Grétar og vita hvernig böllin eru hjá þeim, þannig að þetta verður góð skemmtun.

Miðaverð er 40 evrur og gildir miðinn einnig sem happadrættismiði.

Hér er slóð inn á facebook síðu Íslendingafélagsins, þar sem eru frekari upplýsingar.

 

Gott lag með Stjórninni.

,

Óvissuferð hjá Íslendingafélaginu á Spáni.

Þriðjudaginn 18. september n.k. verður ÓVISSUFERÐ hjá Íslendingafélaginu á Spáni.

 

Tímatafla rútu vegna óvissuferðar

Consum Dona Pepa kl.09,30
Lögreglustöð Torrevieja kl.09,45
La Frontera (Múlakaffi) kl.09,30
Las Mimosas The Spanish Bar (kirkjan) kl.10
La Zenia við Hallo hringtorgið (aðalinngangur) kl.10,15
Cabo Roig við markaðsgötu ská á móti heilsugæslu kl.10,30

Heyrst hefur að síðasta óvissuferð hjá félaginu hafi verið mjög skemmtileg og vel heppnuð.

Kvöldverður, flamenco og hestasýning.

Kvöldverður, flamenco og hestasýning.

Á veitingahúsinu Villasalada, rétt utan við Torrevieja er sýning á hverju laugardagskvöldi, fyrst er kvöldverður og síðan hefst flamenco dans og síðan hestasýning.

Þessar sýningar eru á hverju laugardagskvöldi frá 2. Júní til 13. Október 2018.

Kvöldverður byrjar klukkan 19:00 en sýningin byrjar 21:30.
Frábær sýning þar sem dansarar, hestar og knapar sýna listir sínar. Ógleymanlegt kvöld.

Upplýsingar og hvar á að bóka
Facebook síða https://www.facebook.com/villasalada.es/
Miðasala: http://www.villasalada.es/
Netfang: info@villasalada.es
Heimilisfang: Carretera Torrevieja – Crevillente, Km. 3.300 (a 5 Km. de Torrevieja)
Veitingastaðurinn er staðsettur um 5 mínútna akstursfjarlægt frá Carrefour í Torrevieja.