, , , ,

Októberfest hjá kjötbúðinni RIOS í Torrevieja.

Laugardaginn 1. október 2022 verður Októberfest hjá kjötbúðinni RIOS í Torrevieja. Hátíðin hefst kl. 11:00 og stendur til 18:00.

Boðið er uppá ýmsar þýskar vörur, paella og bjór.

Hér má sjá staðsetningu á hátíðinni.

, ,

Reykt lambakjöt til sölu í Torrevieja.

Í kjötversluninni ONLY MEAT í Torrevieja er farið að selja reyktar lambakjötsrúllur.  Þetta er gert að beiðni Íslendinga, sem sakna þess að fá ekki hangikjöt um jólin.

Við fórum í verslunina og ræddum við starfsmann, sem sagði okkur að þetta reykta lambakjöt væri mikið selt til Íslendinga og hefðu þeir, sem starfsmaðurinn hafði heyrt í, verið mjög ánægðir.

Kjötið er tilbúið, það þarf bara að skera það niður, sjóða kartöflur,búa til uppstúf, finna grænar baunir, sem líkastar ORA baunum, rauðkál og rauðrófur og útbúa epla-og rauðrófusalat.

Við keyptum okkur eina rúllu, eftir að hafa fengið að smakka og var kjötið mjög gott.  Kjötið er frá norður-Spáni.

Verslunin ONLY MEAT er í Calle Josefa Rebollo Rodriguez, 13, 03185 Torrevieja, Alicante

Hér er staðsetningin:

Epla-og rauðrófusalat.

2 rauð epli
2 bollar rauðrófur ( niðursoðnar ) skornar í grófa bita
1 dl majones
1-2 dl sýrður rjómi
smá „dass“ af sykri

Afhýða eplin, kjarnhreinsa og skera í bita.  Skera rauðrófurnar í bita.  Blanda saman sýrða rjómanum og majonesinu, setja eplabitana og rauðrófurnar út í og blanda vel saman, smakka til og strá smá sykri yfir.  Setja í kæliskáp og geyma í 1-2 klst áður en salatið er sett á borðið.  Hræra upp í salatinu þegar það er tekið út úr kæliskápnum.

Páskagöngur í Torrevieja

Um páskana eru skrúðgöngur í Torrevieja eins og í svo mörgum spænskum borgum. Mikill fjöldi fólks tekur þátt í göngunum, gengið er með stór líkneski sem borin eru á stórum bitum, sem margir bera. Það er tignarlegt að horfa á þessar göngur og hlusta á tónlistina.

Laugardagur 20. apríl 2019

Gangan byrjar 17:30, ýmsar hljómsveitir spila í göngunni.

Hér er gönguleiðin: Plaza de Oriente, Moriones, Caballero de Rodas, Apolo, Ramón og Cajal, Paseo de la Libertad, Maria Parodi, Pedro Lorca, La Plaza, Canónigo Torres, Plaza del Teatro, Patricio Perez, Torrevejense Musical Union, Joaquin Chapaprieta, Ramón Gallud og Plaza de la Constitución.

Á páskadag 21. apríl 2019 hefst gangan klukkan 08:00. Í þessari göngu er verið að fagna upprisu krists.

Hér er gönguleiðin.

Torrevieja Tapas leiðin í nóvember 2018

Tapas leiðin í Torrevieja

Tapas í Torrevieja

Tvisvar á ári eru boðið upp á svokallaða Tapas leið eða Ruta de la tapa í Torrevieja en þá bjóða ýmis veitingahús og barir í miðbæ Torrevieja upp á tapas og drykk.  Það verða um 43 veitingahús/barir sem taka þátt þetta árið.

Í ár, verður boðið upp á þessa skemmtun á tímabilinu frá 15-25 nóvember en þó einungis á fimmtudögum til sunnudags, það er 15-18 nóv og 22-25 nóv.  Þetta er frá 12:00 til 16:30 og síðan aftur um kvöldið frá 19:30-23:00.

Þetta gengur þannig  fyrir sig, að fólk fær “vegabréf” og lætur stimpla það, þegar það kaupir tapas og drykk.  Síðan getur fólk kosið um besta tapas réttinn.  Þegar fólk hefur fengið 10 stimpla, þá er hægt að vinna ýmsa vinninga.

Verðið á tapas rétti og drykk er eftirfarandi:

Tapas hússins og drykkur  2.00 evrur

“Gourmet” tapas og drykkur 2,50 evrur.

Þið getið sótt tapas “vegabréfið” í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Torrevieja.

Ruta de la tapa, Torrevieja

,

Shopping night Torrevieja.

Föstudaginn 13. júlí n.k. verður svokallað SHOPPING NIGHT TORREVIEJA, en þá eru ýmsar verslanir í miðbæ Torrevieja með opið til miðnættis og sérstakt vöruverð.  Það eru yfir 45 verslanir sem taka þátt í þessu.

Á sama tíma verður ýmis skemmtun í boð, tónleikar, vinnustofur, DJ og götumálun.

Á síðunni www.shoppingtorrevieja.com má sjá upplýsingar um þennan viðburð, verslanir og staðsetningar á viðburðum.

shopping night torrevieja 2018

 

 

Maí hátíð í Torrevieja.

Sevillanas torrevieja

Sevillahátíðin í Torrevieja, verður dagana 23-27 maí 2018. Hátíðin verður á hafnarsvæðinu.
Alla dagana verður boðið upp á danssýningar og skemmtanir, auk þess sem verður boðið upp á ýmiskonar mat í tjöldunum. Þetta er skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Hér er myndband um hátíðina: