, , , ,

DOMO BISTRO & GRILL

Það er alltaf skemmtilegt að vita til þess þegar ungt fólk ákveður að elta drauma sína.  Við sáum frétt á mbl.is  16.09.2020, sem bar fyrirsögnina  „Stefndu alltaf á að flytja til Spánar“  en þar er viðtal við Ingu Sörensen og Kristján Bender.  Nú hafa þau opnað matarvagninn DOMO BISTRO & GRILL, á Orihuela Costa svæðinu en það er rétt við Torrevieja.

Við hjá alicante.is höfum ekki enn farið og heimsótt þau, en gerum það örugglega von bráðar.

Hér er staðsetning á vagninum við hvetjum fólk til að renna þar við og fá sér mat hjá þessu unga fólki.

Hér er staðsetning á DOMO vagninum

Hér er slóðin inn á heimasíðu DOMO https://domobistroandgrill.com/ og hér er facebook síða þeirra: https://www.facebook.com/Domobistroandgrill/

Hér má sjá nokkrar myndir frá staðnum. Myndirnar eru af facebook DOMO og birtar með leyfi eigenda.

,

SNITTEN – Íslenskur smurbrauðsstaður í Almoradí, á Costablanca svæðinu.

Það var 4. júlí sl sem Einar Lárus Ragnarsson opnaði smurbrauðsstaðinn Snitten í bænum Almoradí á Costablanca svæðinu á Spáni. Hann var mjög duglegur að birta myndir á facebook af fallegu smurbrauði og að síðustu stóðumst við, hjá alicante.is ekki mátið og ákváðum að fara til hans, því smurbrauð er í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Þegar við komum, þá var hressilega tekið undir „góðan daginn“ en eigandinn sjálfur stóð vaktina. Á snitten er danskt smörrebröd á boðstólnum mjög girnilegt. Við fengum okkar nokkrar sneiðar og smakkaðist brauðið mjög vel. Staðurinn er snyrtilegur bæði að utan sem innan.

Opnunartími á Snitten er 11:00-16:00, miðvikudag til sunnudags.
Staðsetning: Plaza Ciudad de Elche 5, 03160 Almoradí, Alicante

Einar Lárus sagði okkur að hann væri með tvo afhendingarstaði, ef fólk vildi það frekar, það er í danska pylsuvagninum á Sítrónu markaðnum og í veitingahúsinu Sugar í Algorfa.
Heimilisfangi á veitingastaðnum Sugar er Avenida Antonio Pedrera Soler, 03169 Algorfa (Alicante), España 03169 Algorfa, Spain

Það er einnig hægt að panta brauð og fá það sent heim. Gera verður pöntun í gegnum heimasíðu Snitten en slóðin er https://snittenonline.com/
Facebook síðan er https://www.facebook.com/Snittenonlinecom-102766724444913/?ref=page_internal

Einar Lárus kvaðst vera að undirbúa opnun á stað í Torrevieja, þar sem fólk getur komið og sótt sér smurbrauð, sex í pakka en sá staður verður opnaður síðar á árinu.

Við óskum Einari Lárusi til hamingju með staðinn og óskum honum velfarnaðar. Það er öruggt að við munum fara aftur í Almoradí til að fá okkur ekta dansk smörrebröd.

Það skal tekið fram að alicante.is síðan er ekki sponseruð af snitten og fær enga greiðslu fyrir þessa umfjöllun, við erum eingöngu að benda á góðan íslenskan stað, sem okkur líkar við.

Snitten

Hér má sjá staðsetningu á Snitten

Hér má sjá staðsetningu á veitingastaðnum Sugar.

Spænskuskólinn Hablame – mjög góður og skemmtilegur skóli.

Spænskuskólinn Háblame er frumlegur, skemmtilegur og gagnlegur málaskóli.
Námskeiðin eru með áherslu á minni málfræði og meira tal þar sem í öllum tímum eru nemendur að tala spænsku við kennarana sem eru Carmen frá Madrid og Jakobína frá Íslandi. Spænskuskólinn Hablame
Hámarksföldi í hverjum kúrsi eru 10 manns til að geta sinnt nemendum sem best til þess að allir fái sem mest út úr námskeiðinu.
Að auki fá nemendur innsýn í spænska menningu meðfram kennslunni og í lok námskeiðsins er tapaskvöld þar sem nemendur geta smakkað á spænskum tapasréttum og hlustað á fyrirlestur um Spán og spænska menningu.
Hvert námskeið er í fjórar vikur, tvisvar í viku í einn og hálfan tíma í senn. Boðið er uppá fimm námskeið sem eru spænska l fyrir byrjendur og spænsku ll, lll, IV og V.

Hér er slóð inn á Facebook síðu skólans.

Upplýsingar varðandi Covid-19 veirunnar.

Lokanir í Valencia héraði.

Samkvæmt frá frá https://www.costa-news.com/costa-blanca-news/bars-and-restaurants-shut/ þá hafa yfirvöld í Valencia héraði á Spáni ákveðið að loka fyrir ýmsa þjónustu næstu 15 daga vegna Covic-19 veirunnar, frá og miðnætti í gær, 13. mars 2020.

Loka á öllum börum og veitingahúsum, næturklúbbum, spilavítum, leikhúsum, kvikmyndahúsum, söfnum og bókasöfnum.
Þetta bann nær einnig til líkamsræktastöðva, opinberra sundlauga og íþróttamiðstöða.

Lokunin varir í 15 daga en verður þá endurmetin.

‍Á síðunni https://www.covid.is/ eru góðar leiðbeingar um Covid-19 veiruna og hvernig við eigum að forðast smit.

Hér eru leiðbeiningar frá Landlækni til að reyna að forðast smit.

HVERNIG FORÐAST ÉG SMIT?

Þú getur varið þig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum.

-Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti.
-Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt, til dæmis þegar þú hefur notað greiðslukort eða komið við fleti sem margir snerta, svo sem hurðarhúna. Á vef landlæknis eru góðar upplýsingar um hvernig gæta má varúðar gegn sýkingum.
-Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
-Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög. Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa, sem ekki fela í sér snertingu.
-Reyndu að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
-Þrífðu oftar fleti sem eru mikið notaðir.
-Ef þú ert eldri borgari eða með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma er ráðlagt að halda sig fjarri mannamótum og fjöldasamkomum.
-Forðastu að umgangast fólk sem er með einkenni sem minna á flensu.

Akstur í hringtorgum á Spáni.

Akstur í hringtorgum á Spáni

Umferðarreglur á Spáni – hringtorg
• Eins og margir ferðamenn og húseigendur á Spáni hafa komist að, þá mun ytri hringur eiga forgang í hringtorgum. Er það öfugt miðað við íslensk umferðarlög, þar sem innri hringurinn á forgang.

• Það er þó mál manna á Spáni að fæstir ökumenn virðist vita hvernig á að haga sér í hringtorgi þrátt fyrir hina almennu vitneskju um forgang þeirra, sem eru í ytri hring. Sú skoðun kemur a.m.k. fram í pistli á Facebook umferðarstofunnar á Spáni. Þar kemur nokkuð vel fram hvernig ber að haga akstri í hringtorgum á sem öruggasta hátt. Á myndinni eru sýndar helstu aðstæður og merkt er við með „BIEN“ þar sem vel er gert og með „MAL“ þar sem miður fer. Að auki eru á myndinni sýnd tvenns konar dæmi um óæskilega hegðun í hringtorgi. Fyrra dæmið eru bílar á innri akrein að keyra í veg fyrir bíla á ytri akrein og rakleitt af innri hringnum og út úr hringtorginu (rauðir bílar á rauðum línum). Þetta er hins vegar er viðurkenndur akstursmáti samkvæmt íslenskum umferðarlögum. Síðara
dæmið telst óæskilegt, hvort heldur er á Spáni eða á Íslandi. Þar er bíll sýndur keyra því sem næst í beinni línu í gegnum hringtorgið (gulur bíll á gulri línu.

Eftirfarandi leiðbeiningarnar eru lauslega þýddar úr spænsku af vef spænsku
umferðastofunnar.
– Sé ætlunin að fara út úr hringtorgi á fyrstu útkeyrslu skal aka inn í hringtorgið á hægri akrein og inn á ytri hring, gefa stefnuljós í tíma og beygja út úr hringtorginu á hægri akrein útkeyrslunnar. Þetta ætti að vera augljóst fyrir hvern og einn og þarf tæplega að leiðbeina um það sérstaklega (sjá bláa bílinn og bláu línuna efst hægra megin á myndinni).
– Sé ætlunin að fara út úr hringtorgi á annarri útkeyrslu, skal bera sig að á sama hátt og þegar ætlunin er að fara út úr hringtorginu í fyrstu út-
keyrslu, þ.e. halda sig hægra megin og í ytri hring. Gefa skal stefnuljós um leið og komið er fram hjá fyrstu útkeyrslu (blár bíll og blá lína vinstra megin á myndinni).
– Sé ætlunin að fara út úr hringtorgi á þriðju útkeyrslu, skal hins vegar aka inn í hringtorgið á vinstri akrein og halda sig í innri hring. Gefa skal stefnuljós og skipta um akrein inni í hringtorginu, þ.e. færa sig yfir í ytri hring (ef aðstæður leyfa) þegar keyrt hefur verið fram hjá útkeyrslunni þar á undan og beygja út úr hringtorginu á hægri akrein útkeyrslunnar (grænn bíll á grænni línu). TAKA SKAL AUKAHRING ef aðstæður krefja, en ALLS EKKI staðnæmast í hringtorgi til að bíða eftir að umferð á ytri hring fari hjá eða til að ákveða hvaða útkeyrslu skuli velja.

Til fróðleiks er að auki bætt hér við slóðum inn á myndskeið á vef umferðarstofu Spánar, sem sýna hvernig æskilegt er að haga akstri í hringtorgum og líka hvað ber að varast að gera.

Smellið á myndina til að sjá myndskeiðið
Smellið á myndina til að sjá myndskeiðið

Hér fyrir neðan má svo sjá myndskeið, sem sýnir hvernig réttur akstursmáti gengur fyrir sig og hvernig hringtorg lýtur sömu reglum og venjulegur þjóðvegur/hraðbraut. Þegar rétt er úr hringtorginu sést greinilega hversu rökrétt er að skipta yfir á hægri akrein áður en beygt er út af til hægri í stað þess að sveigja beint af vinstri akrein til að taka beygjuna til hægri

Smellið á myndina til að sjá myndskeiðið

Heimild: http://orlofshus.com/

Fengum heimild frá Sveini Arnari eigandi vefsíðunnar www.orlofshus.com en þar má finna ýmsar upplýsingar um Spán, leigu á íbúðum og fleira.