Akstur í hringtorgum á Spáni.
Umferðarreglur á Spáni – hringtorg
• Eins og margir ferðamenn og húseigendur á Spáni hafa komist að, þá mun ytri hringur eiga forgang í hringtorgum. Er það öfugt miðað við íslensk umferðarlög, þar sem innri hringurinn á forgang.
• Það er þó mál manna á Spáni að fæstir ökumenn virðist vita hvernig á að haga sér í hringtorgi þrátt fyrir hina almennu vitneskju um forgang þeirra, sem eru í ytri hring. Sú skoðun kemur a.m.k. fram í pistli á Facebook umferðarstofunnar á Spáni. Þar kemur nokkuð vel fram hvernig ber að haga akstri í hringtorgum á sem öruggasta hátt. Á myndinni eru sýndar helstu aðstæður og merkt er við með „BIEN“ þar sem vel er gert og með „MAL“ þar sem miður fer. Að auki eru á myndinni sýnd tvenns konar dæmi um óæskilega hegðun í hringtorgi. Fyrra dæmið eru bílar á innri akrein að keyra í veg fyrir bíla á ytri akrein og rakleitt af innri hringnum og út úr hringtorginu (rauðir bílar á rauðum línum). Þetta er hins vegar er viðurkenndur akstursmáti samkvæmt íslenskum umferðarlögum. Síðara
dæmið telst óæskilegt, hvort heldur er á Spáni eða á Íslandi. Þar er bíll sýndur keyra því sem næst í beinni línu í gegnum hringtorgið (gulur bíll á gulri línu.
Eftirfarandi leiðbeiningarnar eru lauslega þýddar úr spænsku af vef spænsku
umferðastofunnar.
– Sé ætlunin að fara út úr hringtorgi á fyrstu útkeyrslu skal aka inn í hringtorgið á hægri akrein og inn á ytri hring, gefa stefnuljós í tíma og beygja út úr hringtorginu á hægri akrein útkeyrslunnar. Þetta ætti að vera augljóst fyrir hvern og einn og þarf tæplega að leiðbeina um það sérstaklega (sjá bláa bílinn og bláu línuna efst hægra megin á myndinni).
– Sé ætlunin að fara út úr hringtorgi á annarri útkeyrslu, skal bera sig að á sama hátt og þegar ætlunin er að fara út úr hringtorginu í fyrstu út-
keyrslu, þ.e. halda sig hægra megin og í ytri hring. Gefa skal stefnuljós um leið og komið er fram hjá fyrstu útkeyrslu (blár bíll og blá lína vinstra megin á myndinni).
– Sé ætlunin að fara út úr hringtorgi á þriðju útkeyrslu, skal hins vegar aka inn í hringtorgið á vinstri akrein og halda sig í innri hring. Gefa skal stefnuljós og skipta um akrein inni í hringtorginu, þ.e. færa sig yfir í ytri hring (ef aðstæður leyfa) þegar keyrt hefur verið fram hjá útkeyrslunni þar á undan og beygja út úr hringtorginu á hægri akrein útkeyrslunnar (grænn bíll á grænni línu). TAKA SKAL AUKAHRING ef aðstæður krefja, en ALLS EKKI staðnæmast í hringtorgi til að bíða eftir að umferð á ytri hring fari hjá eða til að ákveða hvaða útkeyrslu skuli velja.
Til fróðleiks er að auki bætt hér við slóðum inn á myndskeið á vef umferðarstofu Spánar, sem sýna hvernig æskilegt er að haga akstri í hringtorgum og líka hvað ber að varast að gera.
Hér fyrir neðan má svo sjá myndskeið, sem sýnir hvernig réttur akstursmáti gengur fyrir sig og hvernig hringtorg lýtur sömu reglum og venjulegur þjóðvegur/hraðbraut. Þegar rétt er úr hringtorginu sést greinilega hversu rökrétt er að skipta yfir á hægri akrein áður en beygt er út af til hægri í stað þess að sveigja beint af vinstri akrein til að taka beygjuna til hægri
Heimild: http://orlofshus.com/
Fengum heimild frá Sveini Arnari eigandi vefsíðunnar www.orlofshus.com en þar má finna ýmsar upplýsingar um Spán, leigu á íbúðum og fleira.