Golfvellir á Costa Blanca suður.

Á svæðinu Costa Blanca suður má finna fjölda góðar golfvalla, má þar nefna, La Finca, Campomar, Villamartin og fleiri. Við ætlum að setja hér inn upplýsingar um þá velli sem við vitum um nú þegar en síðan munum reyna að setja inn nýja velli þegar við fáum upplýsingar um þá.

Golf

Golf er íþrótt þar sem leikmenn reyna að koma kúlu í holu í sem fæstum höggum og er notast við kylfur með mismunandi fláa. Golf er ein af fáum íþróttum sem ekki er spiluð á ákveðið stórum velli eða vallarhelmingi, stærðin fer eftir stærð golfvallarins.

Golf er talið vera frá Skotlandi og hefur verið spilað í að minnsta kosti 500 ár á Bretlandseyjum. Elsti golfvöllur í heimi er Old Course völlurinn í St. Andrews. Golf eins og við þekkjum það í dag hefur verið spilað á Old Course í um 600 ár, svipaðar íþróttir voru þó leiknar nokkrum öldum fyrr.

https://is.wikipedia.org/wiki/Golf

Costa Blanca paradís golfarans

Það hefur verið sagt að Costa Blanca svæðið sé paradís golfarans en á svæðinu er fjöldinn allur af golfvöllum sem eru fyrsta flokks og hannaðir af fremstu golfurum heims.
Vellirnir á svæðinu eru opnir öllum og eru eins ólíkir og þeir eru margir. Ráðlegt er að panta rástíma fyrirfram en það er misdýrt að spila á þessum völlum. Á flestum völlunum er hægt að leigja golfbíla, kerrur eða golfsett. Vellirnir eru yfirleitt opnir frá klukkan 08:00 og fram undir myrkur. Í klúbbhúsunum er yfirleitt boðið upp á góða þjónustu fyrir spilara og gesti, góðir veitingastaðir, golfbúðir og fleira.

• La Marquesa Golf

La Marquesa Golf, eins og við þekkjum golfvöllinn í dag, var stofnaður og hannaður árið 1989 af D. Justo Quesada, undir nafninu Quesada Golf Club.
Árið 1994 var nafni vallarins breytt í La Marquesa Golf & Country Club.
Völlurinn er 18 holu völlur.

Hér er heimilisfang vallarins:
La Marquesa Golf
Calle Miguel Ángel Jiménez, s/n
03170 Rojales (Alicante)

Heimasíða vallarins er http://www.lamarquesagolf.es/

Hér má sjá myndband frá vellinum:

La Finca golfvöllurinn.

La Finca golfvöllurinn er einn þriggja sem fyrirtækið QUARA Group á. La Finca völlurinn var opnaður í ágúst 2002. Þetta er 18 holu völlur, hannaður af spænska hönnuðunum Pepe Gancedo. Mjög gott klúbbhús er á vellinum og góð gisting.

Aðrir vellir í eigu sömu aðila eru: Villa Martin völlurinn og Las Ramblas völlurinn.

Hér er heimilsfang vallarins:  Carretera Algorfa – Los Montesinos, KM3
03169 Algorfa, Alicante, Spain

Heimasíða vallarins er https://www.lafincagolfresort.com/en/golf-quara/la-finca-golf-course/

La Finca golf course spain

Hér má sjá myndband frá vellinum:

Villamartin golfvöllurinn

Villamartin golfvölur var hannaður af Mr. Puttman og opnaður árið
1972. Völlurinn er einn þekktasti völlur á Valencia svæðinu.
Frábær hönnum og fallegt umhverfi gera þennan völl af einum besta
golfvelli Spánar. Þetta er 18 holu völlur.

Heimasíða vallarins er https://www.lafincagolfresort.com/en/golf-quara/villamartin/

http://www.villamartingolfclub.com/index.php?lang=en

Villamartin golf

Hér er myndband frá Villamartin golfvellinum

Las Ramblas golf

Las Ramblas golfvöllurinn var opnaður árið 1990. Hann er hannaður af Pepe Gancedo en hann er
virtur hönnuður og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir verk sín.

Las Ramblas völlurinn er 18 holu völlur.

Heimilisfang vallarins er:  Ctra. Alicante-Cartagena, Km 48 – Urbanización Las Ramblas , Orihuela, 03189, Alicante, Spain

Heimasíða vallarins er https://www.lafincagolfresort.com/en/golf-quara/las-ramblas-golf-course/

Golf Las Ramblas

Hér er myndband frá vellinum:

Campoamor golf

Campoamor golfvöllurinn var vígður 1988.

Völlurinn er 6.277 m, 18 holu völlur, par 72.

Heimasíða vallarins er http://lomasdecampoamor.es/en/golf-club

:

Hafðu samband!

Ef við getum aðstoðað þig á einhvern hátt, sendu okkur línu.  Við vitum ekki allt en munum reyna að aðstoða þig.