Markaðir í Torrevieja.
Í Torrevieja eru þrír vinsælir markaðir.
Handvegsmarkaðurinn niður við höfn.
Handverksmarkaðurinn í Torrevieja, stundum kallaður „hippamarkaðurinn” er staðsettur í miðbænum á Paseo de la Libertad. Markaðurinn er opinn á hverju kvöldi frá 19:00 og fram undir miðnætti. Sumir sölubásarnir eru þó opnir allan daginn. Á markaðnum er seldur ýmis varningur, handunnar vörur, skartgripir, fatnaður, leðurvöru, trésvörur, sólgleraugu og fleira. Þarna er hægt að fá fléttur í hárið, láta teikna myndir af sér og fleira. Í kringum markaðinn er fjöldi veitingastaða, þar sem hægt er að setjast niður og fá sér hressingu.
Innimarkaðurinn ( fisk- og kjötmarkaðurinn )
Í miðbæ Torrevieja er fisk-og kjötmarkaður La Plaza, en þar er gott úrval af kjötvörum og ferskum fiski, grænmeti, ostum og áleggi, blómum og fleiru.
Þessi markaður er opinn frá mánudegi til laugardags 08:30 – 14:00.
Heimilisfangið er: Calle José Martínez Ruiz Azorín, 5, 03181 Torrevieja, Alicante
Undir markaðshúsinu er bílageymsla.
Föstudagsmarkaðurinn.
Föstudagsmarkaðurinn í Torrevieja er kominn á nýjan stað.
Þessi markaður er einn sá stærsti á Costa Blanca svæðinu um 700 sölubásar. Þarna er mikið úrval af ýmsum vörum, matvörur, ostar, ólífur, ýmsar tegundir af skinku, ávextir, skartgripir, handtöskur, skór, rúmföt, töskur og margt fleira. Þarna er víða verið að gefa smakk. Nokkrir „veitingastaðir“ eru á markaðnum, þar sem hægt er setjast niður og fá sér hressingu. Á nokkrum stöðum á markaðnum eru grillvagnar sem selja grillaða kjúklinga, grillað svínakjöt og fleira. Þetta er yfirleitt mjög góð vara og gott að taka með heim.
Góð salernisaðstaða er á markaðnum og gott aðgengi að lögreglu, ef fólk lendir í einhverjum vandræðum.
Föstudagsmarkaðurinn er staðsettur á La Avenida de Delfina Viudes (við hliðina á Torrevieja Aquarpark).