Verslunarmiðstöðvar í Alicante

Í Alicanteborg eru nokkrar stórar verslunarmiðstöðvar, El Corte Ingles, PlazaMar 2, Via Grande, Outlet.  Auk þessara verslunarmiðstöðva er líka fjöldi annarra verslana víða um borgina.

Tax free

Þegar verið er að versla, fatnað, skó og annað sem fólk tekur heim með sér til Íslands, er gott að biðja um TAX FREE nótu, því þetta getur orðið ágætist upphæð, ef mikið er verslað.  Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að varðandi taxfree.

Greiðslukort

Þegar greitt er með greiðslukortum, er um að gera að fara varlega, passa upp á kortið og pinnúmerið.  Ekki geyma pinnúmerið á blaði í sama veski og þið geymið greiðslukortið, ef vasaþjófar næðu veskinu af ykkur.  Einnig að passa  að vera ekki með öll greiðslukortin í sama veskinu.

Passa upp á greiðslunótur

Það er mjög góð regla að setja kassastrimilinn í innkaupapokann, þegar verslað er í stórverslunum, t.d. fataverslunum, því ef afgreiðslustúlkan gleymir eihverra hluta vegna að taka þjófavörnina af og þjófavarnarkerfið fer í gang, þegar farið er út úr versluninni, þá er gott að geta framvísað kassastrimlinum.

Passa upp á ökutæki

Þegar ökutæki er skilið eftir, hvort sem er í bílastæðishúsi stórmarkaða eða úti á götu, passa þá upp á að hafa ekki nein verðmæti sýnilegt, setja alla innkaupapoka, tölvur, leiðsögutæki og önnur verðmæti í farangursrými ökutækis, þannig að það sjáist ekki inn um glugga.

El Corte Ingles

Verslunarkeðjan El Corte Ingles er víða með stórverslanir, m.a. í Alicante.  Hér má sjá heimasíðu verslunarinnar

Í versluninni er fjöldi þekktra vörumerkja, góð matvöruverslun auk veitingastaða.

PlazaMar 2

PlazaMar 2 verslunarmiðstöðin er mjög þægilegt verslunarmiðstöð, gott aðgengi, góð bílastæði og fjöldi verslana.  Þar er einnig matvöruverslun og veitingastaðir.

Gran Via Verslunarmiðstöðin

Gran Via verslunarmiðstöðin var opnuð 1998. Þar eru yfir 50 verslanir, veitingahús og afþreying.
Fjöldi þekktra vörurmerkja er að finna í verslunarmiðstöðinni.

Outlet Verslunarmiðstöðin

Í outletinu í Alicante ( var oft kallað Nike outlettið í gamla daga ) er fjöldi þekktra vörumerkja til sölu á góðu verði, má þar nefna Asics, Nike, Puma, Levi´s og fjöldi annara verslana og veitingahúsa.  Hér er slóð inn á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar. .

Mercado central Verslunarmiðstöðin

Í Alicante er innimarkaður haldinn á hverjum degi nema á sunnudögum. Þarna er mikið úrval af fiskmeti, rækjum, túnfiskur, sardínu, flatfiskur, reyktur fiskur, krabbar og skelfiskur. Þarna er einnig mikið úrval af kjöti, grænmeti, heimagerðum pylsum og margar tegundir af ólífum. Markaðurinn er á tveimur hæðum í fallegu gömlu húsi.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.

Ekki hika við að senda okkur línu, ef einhverjar spurningar vakna varðandi verslanir og annað sem snýr að Alicante.  Sumt vitum við ekki en reynum eins og við getum að aðstoða þig.