Lífsvottorð til Tryggingastofunar ríkisins. TR

Flutningur frá Íslandi

Við flutning frá Íslandi skiptir máli hvort flutt er til EES-lands eða ekki og hvort að samningur á sviði almannatrygginga sé til staðar milli Íslands og viðkomandi lands. Lífeyrisþegi sem flytur til að mynda til annars EES-lands heldur áfram lífeyrisgreiðslum sínum frá TR en greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar eins og heimilisuppbætur falla niður við flutning. Ef lífeyrisþeginn flytur til lands sem tilheyrir ekki EES falla allar greiðslur niður ef enginn samningur er til staðar á sviði almannatrygginga við viðkomandi land.

Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár Íslands og láta TR vita af breyttu heimilisfangi. Greiðslur geta fallið tímabundið niður ef TR fær ekki upplýsingar um nýtt lögheimili erlendis.

Lífeyrisþegar búsettir erlendis þurfa einnig á hverju ári að skila inn lífsvottorði og skattframtali frá búsetulandi. Ef viðkomandi á maka þarf skattframtal maka að fylgja með.

Greiðslur inn á erlenda reikninga

Tryggingastofnun sér um að millifæra greiðslur til viðskiptavina sem búa erlendis. Millifærslur inn á erlenda reikninga fara í gegnum viðskiptabanka til erlendra banka fyrsta virka dag hvers mánaðar. Millifærslur á erlenda bankareikninga geta tekið 3 til 4 virka daga. Gjald er tekið skv. gjaldskrá viðskiptabanka vegna hverrar símgreiðslu.

Hvað er lífsvottorð
Hverjir þurfa að skila inn lífsvottorði?

Allir lífeyrisþegar búsettir erlendis þurfa að skila inn lífsvottorði. Fyrir utan þá sem eru búsettir í Danmörku og Svíþjóð. 

Hverjir geta skrifað undir lífsvottorð?

Opinberar stofnanir, læknar og sýslumenn. 

Hér er mynd af lífsvottorði

Hér er slóð inn á síðuna hjá tr.is til að sækja lífsvottorðið.

lifsvottord-13.03.14.pdf (tr.is)