Flugsamgöngur
Fjöldi flugfélaga er með reglulegt flug frá Íslandi, beint til Alicante flugvallar, árið um kring.
Við hjónin komum fyrst til Torrevieja árið 2002, leist vel á svæðið og ákváðum að kynna okkur það nánar. Við höfum komið á hverju árið eftir það, verið mismunandi lengi en alltaf jafn ánægð. Eftir því sem við komum oftar og kynntumst svæðinu betur urðum við hrifnari og meira áhugasöm um söguna, borgir og staði í kringum Torrevieja og víðar. Við reynum að skoða eitthvað nýtt í hvert sinn sem við komum til Torrevieja og ferðast til nýrra staða. Við ákváðum að útbúa heimasíðu, þar sem við gætum komið okkar fróðleik á framfæri, þannig að fleiri sem hefðu áhuga á Costablanca svæðinu, gætu nýtt sér þá þekkingu sem við vorum búin að afla okkur.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda okkur línu..
Hér er mynd af “Máraturninum” í Torrevieja en svona varðturnar voru víða á Costa blanca ströndinni. Nafnið Torrevieja, þýðir einfaldlega “gamli turninn”.
Fjöldi flugfélaga er með reglulegt flug frá Íslandi, beint til Alicante flugvallar, árið um kring.
Fjöldi verslunamiðstöðva og ýmissa verslana er á Costa blanca svæðinu.
Svæðið í kring um Torrevieja er ein vinsælasta sumarleyfisparadís Evrópu vegna þess að þar er besta veðurfar í Evrópu samkvæmt skýrslu Alþjóða Heilbrigðis stofnunarinnar (WHO). Á Costa blanca svæðinu eru að meðaltali yfir 300 sólardagar á ári.
Costa blanca ströndin er um 200 km. á lengd. Fjöldi góðra baðstranda, litlar og stóra.
Fjöldi áhugaverðra staða er á Costa blanca svæðinu, gamlar borgir og skemmtilegir staðir. Fjöldi vatnsleikja-, dýra- og leiktækjagarða.
Á Costa blanca svæðinu er fjöldinn allur af góðum veitingastöðum, af öllum tegundum. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Á Costa blanca svæðinu er fjöldinn allur af eignum til leigu, bæti skammtíma- og langtímaleiga. Hægt er að velja íbúðir og hús á ýmsum stöðum, allt eftir því hvað fólk vill.
Ef þú átt eign á Spáni , hefur áhuga á því að leigja hana og og vilt koma henni á framfæri, sendu okkur línu og kannaðu möguleikana hjá okkur. Við getum sett íbúðina þína á skrá hjá okkur og komið henni á framfæri. Við fáum mikið af fyrirspurnum um íbúðir og hús.